Landslið

Syngdu með David Guetta og þú gætir verið á leiðinni á opnunarleik EM!

Innifalið í ferðinni eru miðar á opnunarleikinn, flug, gisting og fleira

14.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi of spennan farin að magnast hjá mörgum. Það er enginn annar en skífuþeytarinn David Guetta sem mun semja lag keppninnar og þú getur sungið með honum! 

Það er ekki nóg, því ef þú sendir inn lagbút með þér að syngja með laginu þá gætirðu unnið inn veglega EM-pakka í boði UEFA. Í pakkanum glæsilega eru meðal annars miðar á opnunarleik EM í París, miðar á tónleika með David Guetta um kvöldið og tækifæri til að hitta David Guetta í eigin persónu. Innifalið í pakkanum er flug til Frakklands og gisting í París.

Smelltu hérna til að syngja með David Guetta! Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög