Landslið

A kvenna - Jafntefli í Póllandi

Andrea Rán skoraði mark Íslands í leiknum

14.2.2016

Ísland og Pólland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Nieciecza í Póllandi í dag, sunnudag. 

Andrea Rán, sem lék sinn fyrsta A-landsleik í dag, skoraði beint úr aukaspyrnu á 8. mínútu en Andrea skaut á mark Póllands og boltinn fór í gegnum allan vítateiginn og endaði í markinu. Pólland jafnaði metin á 35. mínútu með fallegu marki eftir langskot. 

Ísland fékk vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins en markvörður Póllands varði vítið sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir tók og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. 

Margir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig í leiknum en sex leikmenn í leikmannahópnum höfðu ekki leikið A-landsleik.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög