Landslið

Margrét Lára og Hólmfríður heiðraðar fyrir 100 landsleiki

Hólmfríður var stödd erlendis og gat ekki því ekki veitt viðurkenningunni viðtöku

15.2.2016

Tveir leikmenn kvennalandsliðsins náðu þeim merka áfanga á seinasta ári að ná 100 landsleikjum með A-landsliði kvenna. Þetta eru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. 

Fyrsti leikur Margrétar Láru var 4-1 sigur á Ungverjalandi í undankeppni EM 2005, en hún var þá 17 ára gömul.  Aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leiknum skoraði hún sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið.  Í dag hefur Margrát Lára leikið 102 A-landsleiki og skorað í þeim 75 mörk.  100. leikurinn var 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli  í undankeppni EM 2017.  Margrét Lára Viðarsdóttir er glæsilegur fulltrúi íslenskrar knattspyrnu og fyrirmynd ungra iðkenda. 

Hólmfríður Magnúsdóttir lék fyrsta A-landsleik sinn fyrir Íslands hönd 17 ára gömul, vináttuleik gegn Bandaríkjunum í Charleston árið 2003 þar sem hún kom inn á sem varamaður.  Í lok október lék hún svo sinn eitt hundraðasta A-landsleik, gegn Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017.  Í þessum 100 leikjum hefur Hólmfríður skorað 36 mörk og hefur frá fyrsta leik til þess hundraðasta verið einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins og verðugur fulltrúi íslenskrar knattspyrnu.  Hólmfríður var stödd erlendis og gat ekki því ekki veitt viðurkenningunni viðtöku.


Margrét Lára (önnur frá vinstri) tekur við viðurkenningu fyrir 100 landsleiki með A landsliðinu

Með henni á myndinni er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

Hólmfríður var stödd erlendis og gat ekki því ekki veitt viðurkenningunni viðtöku.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög