Landslið

Búðu til slagorð íslenska liðsins fyrir EM

Hægt er að senda inn hugmynd að slagorði til 1. mars

25.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi og núna þurfum við að finna flott slagorð sem verður sett á rútu íslenska liðsins. 

UEFA og Hyundai eru með skemmtilegan leik sem snýst um að búa til öflugt slagorð fyrir þjóðirnar sem leika á EM og mun slagorðið sem er valið frá hverri þjóð vera prentað á rútu viðkomandi liðs.

Smelltu hérna til að skoða reglurnar og hvernig það á að skila inn slagorðinu en þú gætir unnið miða á EM í boði Hyundai ásamt öðrum gjöfum.

Þátttökufrestur er til 1. mars og því borgar sig að leggja hausinn í bleyti og koma með flott slagorð fyrr en síðar.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög