Landslið

U17 karla – Baráttusigur í seinni leiknum gegn Skotum

Uppskeran var sigur og tap í Skotlandi

25.2.2016

U17 ára lið karla vann 1-0 sigur á Skotlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í dag en um var að ræða vináttulandsleiki. Strákarnir okkar unnu baráttusigur en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það Ísak Atli Kristjánsson sem skoraði markið. 

Íslenska liðið lék góðan varnarleik í leiknum og sá til þess að Skotarnir fengu ekki mörg marktækifæri. 

Íslenska liðið vann því seinni leikinn en fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Skota.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög