Landslið

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA

Ísland er áfram í 38. sæti listans

3.3.2016

Karlalandsliðið stendur í stað á heimslista FIFA sem birtur var í morgun, fimmtudag. Ísland er í 38. sæti listans en það er sama sæti og seinast þegar listinn var birtur. Íslenska liðið hefur ekki leikið landsleik frá þeim tíma og því aðeins úrslit annarra leikja sem gæti haft áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Svíar eru efst af Norðurlandaþjóðunum í 34. sæti en Danir eru í 38. sæti listans, Finnar í 46 sæti, Noregur er í 51. sæti en Færeyingar eru í 93. sæti að þessu sinni.

Staða efstu liða breytist ekkert nema að Ítalía hefur sætaskipti við Holland, fer úr 14. sæti í 13. sæti.

Smelltu hérna til að skoða listann í heild sinni.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög