Landslið

A kvenna – Ísland mætir Danmörku í dag - Byrjunarlið

Ísland vann Belgíu 2-1 í fyrsta leik mótsins

3.3.2016

A-landslið kvenna leikur klukkan 15.00 í dag, föstudag, annan leik sinn á Algarve-mótinu í Portúgal. Leikurinn er gegn Danmörku en bæði liðin unnu fyrstu leiki sína á mótinu.

Byrjunarlið Íslands:

Sonný Lára Þráinsdóttir (M)

Elísa Viðarsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Arna Sif Ásgrímsdóttir

Hrafnhildur Hauksdóttir

Málfríður Erna Sigurðardóttir

Katrín Ómarsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir (F) 

Elín Metta Jensen

Sandra María Jessen

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Þetta er fyrsti leikur Dagnýjar Brynjarsdóttur sem fyrirliði landsliðsins.

Ísland vann 2-1 sigur á Belgíu í dramatískum leik þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir skoraði markið sem tryggði íslensku liðinu sigur í leiknum en það kom á 92. mínútu leiksins. 

Danir unnu sama dag 1-0 sigur á Kanada og eru bæði liðin því með 3 stig. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður fylgst með gangi mála á Facebook-síðu KSÍ en viðtöl og helstu atvik leiksins koma svo á Sporttv.is seinna í kvöld.

Umfjöllun um leikinn kemur á vef KSÍ að leik loknum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög