Landslið

A kvenna – Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi

Leikurinn hefst klukkan 17:30 í dag, miðvikudag

9.3.2016

A-landslið kvenna leikur seinasta leik sinn á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag. Leikurinn er um bronsið og mætum við Nýja Sjálandi í leiknum.

Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi:

Guðbjörg Gunnarsdóttir (M)

Elísa Viðardóttir

Anna Björk Kristjánsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Hrafnhildur Hauksdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (F)

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Fanndís Friðriksdóttir

Elín Metta Jensen

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Nýja Sjáland er í 16. sæti á hinum margrómaða heimslista FIFA en liðið hefur ekki farið hærra á listanum. Liðið hefur verið í 16. – 24. sæti listans frá árinu 2003. Liðið var í riðli með Brasilíu, Rússlandi og Portúgal. Liðið vann 1-0 sigur á Portúgal, tapaði 1-0 gegn Brasilíu og gerði markalaust jafntefli við Rússland.

Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Danmörku, vann 2-1 sigur á Belgíu en tapaði 1-0 gegn Kanada. Íslenska liðið lék seinast um bronsið árið 2014 og vann þá 2-1 sigur á Svíþjóð.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verða helstu atriði leiksins á Facebook og Twitter hjá KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög