Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik í milliriðli EM í vikunni

Fyrstu mótherjarnir eru Belgar - fyrsti leikdagur er á fimmtudag

21.3.2016

U17 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM og er fyrsti leikdagur fimmtudagurinn 24. mars.  Leikið er í Serbíu og auk heimastúlkna og Íslendinga eru Belgar og Englendingar í riðlinum.  Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Belgía.

Fylgst verður með gangi leikjanna á vef UEFA og eru áhugasamir hvattir til að nýta sér textalýsinguna þar.  Landsliðshópurinn kom saman til æfinga um liðna helgi til undirbúnings.

EM U17 kvenna á uefa.com

Riðillinn og leikirnir

Íslenski hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög