Landslið
UEFA EM U17 kvenna

Leikdögum í milliriðli U17 kvenna breytt

Fyrstu tveimur leikdögunum seinkað

23.3.2016

Vegna hryðjuverkaárásanna í Belgíu hefur leikdögum í milliriðli U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Serbíu og hefst í vikunni, verið breytt.  Þátttökuþjóðirnar, auk Íslendinga og Serba, eru Englendingar og Belgar. 

Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag, en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur.  Leikstaðir og leiktímar breytast ekki.

Breytingin er því þessi:

Leikdagur 1

Var:  24. mars

Verður:  25. mars

Leikdagur 2

Var: 26. mars

Verður:  27. mars

Leikdagur 3

Óbreyttur 29. mars.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög