Landslið
EM U21 landsliða karla

U21 karla leikur í Skopje í dag kl. 13:00

Mikilvægur leikur í undankeppni EM 2017

24.3.2016

U21 landslið karla mætir Makedóníu í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 í dag.  Leikið er í Skopje og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Allar upplýsingar um leikinn verður að finna á vef UEFA - byrjunarlið, textalýsingu frá leiknum og aðrar upplýsingar.

EM U21 karla á vef UEFA

Íslenska liðið situr í efsta sæti riðilsins með 11 stig eftir 5 leiki, en fast á hæla þess fylgja Frakkar með 10 stig eftir jafnmarga leiki.  Makedónar eiga hins vegar leik til góða og eru með 7 stig í þriðja sæti.  Vinni þeir sigur á Íslendingum blanda þeir sér fyrir alvöru í baráttuna um efstu tvö sætin, en íslenskur sigur styrkir stöðu okkar pilta, enda eiga Frakkar tvo heimaleiki í keppninni fyrir mánaðarlok - við Skota og Makedóna.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög