Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Belgum í Serbíu

Fyrsta umferð í milliriðli EM

25.3.2016

Í dag kl 13.00 að íslenskum tíma leikur U-17 kvenna við Belgíu í milliriðli EM. Veðrið er gott, sól og 13°c hiti. 

Hægt verður að fylgjast með gangi màla í leiknum à vef UEFA:

www.uefa.com 

Vegna hryðjuverkaárásarinnar í Belgíu verður 1 min þögn fyrir leik og leikmenn leika með sorgarbönd. Ákveðið hefur verið að starfsfólk beggja liða ætlar að sameinast og standa saman sem ein heild á meðan mínútu þögnin varir. Leikmenn standa á miðju eins og hefð er.

Freyr hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það eftirfarandi:
Markvörður – Telma Ívarsdóttir
Miðverðir – Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir og Guðný Árnadóttir
Hægri bakvörður – Dröfn Einarsdóttir
Vinstri bakvörður – Aníta Daníelsdóttir
Miðjumenn – Kristín Dís Árnadóttir fyrirliði, Alexandra Jóhannsdóttir, Ásdís Halldórsdóttir
Hægri Kantur – Hlín Eiríksdóttir
Vinstri kantur – Agla María Albertsdóttir
Framherji – Sólveig Jóhannesdóttir Larsen

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög