Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Serbíu á þriðjudag

Lokaumferð milliriðils fyrir úrslitakeppni EM

28.3.2016

U17 landslið kvenna mætir Serbum á þriðjudag í lokaumferð milliriðils fyrir úrslitakeppni EM, en leikstaðurinn er einmitt Serbía.  Þetta er úrslitaleikur um annað sæti riðilsins og á sama tíma leika Englendingar og Belgar, en þær fyrrnefndu hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Báðir leikirnir hefjast kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA, þar sem byrjunarliðin birtast, sem og textalýsing frá leiknum.

Efsta lið hvers milliriðils fer í úrslitakeppnina, ásamt liðinu með bestan árangur í 2. sæti og gestgjafarnir fylla síðan 8 liða úrslitakeppni, sem fram fer í Hvíta-Rússlandi.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður – Telma Ívarsdóttir
Miðverðir – Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir og Guðný Árnadóttir
Hægri bakvörður – Dröfn Einarsdóttir
Vinstri bakvörður – Saga Líf Sigurðardóttir
Miðjumenn – Kristín Dís Árnadóttir fyrirliði, Hlín Eiríksdóttir, Ásdís Halldórsdóttir
Hægri Kantur – Eva María Jónsdóttir
Vinstri kantur – Agla María Albertsdóttir
Framherji – Sólveig Jóhannesdóttir Larsen

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög