Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla:  Markalaust jafntefli gegn Austurríki

Frakkar í efsta sæti eftir fyrsta leikdag

29.3.2016

U17 landslið karla hóf keppni í EM milliriðli í dag, þriðjudag, en leikið er í Frakklandi.  Fyrsti mótherji Íslands var Austurríki og gerðu liðin markalaust jafntefli í annars fjörugum leik.  Austurríkismenn áttu fleiri færi í leiknum, en bæði lið voru nálægt því að skora.

Gestgjafar milliriðilsins skoruðu eina mark leiksins gegn Grikkjum, en sá leikur fór fram á sama tíma og leikur Íslands og Austurríkis, og eru Frakkar því í efsta sætinu eftir fyrsta leikdag.

Næsti leikdagur er á fimmtudag, en þá mætast Ísland og Frakkland annars vegar, en Austurríki og Grikkland hins vegar.


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 500 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival-lands.asp

Landslið


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 500 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 500 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp