Landslið

Öflug endurkoma í Aþenu

Íslendingar áttu svar við tveggja marka forystu Grikkja og unnu 3-2

29.3.2016

A landslið karla mætti Grikklandi í vináttulandsleik í Aþenu í kvöld, þriðjudagskvöld.  Grikkirnir byrjuðu betur og náðu tveggja marka forystu áður en íslenska liðið minnkaði muninn.  Ísland var mun sterkara liðið á vellinum í seinni hálfleik og tvö mörk tryggðu íslenskan sigur.

Fyrr mark heimamanna kom úr vítaspyrnu og það seinna með skoti utan úr vítateig eftir um hálftíma leik.  Fáum mínútum síðar minnkaði Arnór Ingvi Traustason muninn með góðu skoti.

Seinni hálfleikur var öflugur af hálfu íslenska liðsins og skallamörk frá Sverri Inga Ingasyni og Kobeini Sigþórssyni, í báðum tilfellum eftir spyrnur frá Gylfa Þór Sigurðssyni, tryggðu frábæra endurkomu og sterkan íslenskan sigur.

Myndir frá leiknum.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög