Landslið

U17 karla – Naumt tap gegn Frökkum

Ísland mætir Grikklandi á sunnudaginn

31.3.2016

Ísland tapaði í 1-0 gegn Frökkum í öðrum leik liðsins í milliriðli í EM. Ísland er því með 1 stig en Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins ef Frakkar eru með 6 stig og ekkert lið getur náð þeim. 

Grikkir og Austurríkismenn gerðu markalaust jafntefli sem sem þýðir að Austurríki er með 2 stig en Grikkir eru með 1 stig eins og Ísland.

Seinasti leikur Íslands er gegn Grikklandi á sunnudaginn en 7 lið af 8 með bestan árangur í 2. sæti eiga möguleika á að komast áfram.

Byrjunarlið Íslands í dag: Aron Dagur Birnuson (m); Felix Örn Friðriksson, Ástbjörn Þórðarson, Ísak Atli Kristjánsson, Alex Þór Hauksson (f), Aron Kári Aðalsteinsson, Stefan Alexander Ljubicic, Atli Hrafn Andrason, Kolbeinn Birgir Finnsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson,


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög