Landslið

U17 karla – Sigur á Grikklandi en það dugði ekki til

Ísland endaði í 3. sæti riðilsins

3.4.2016

U17 lið karla vann í dag 1-0 sigur á Grikklandi í milliriðli fyrir EM. Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Austurríki vann á sama tíma 2-1 sigur á Frökkum í riðlinum og það er því ljóst að Austurríki endar í 2. sæti.

Frakkar vinna riðilinn með 6 stig, Austurríki endar með 5 stig í 2. sæti, Ísland 4 stig í 3. sæti og Grikkir reka lestina með 1 stig.

Frakkar fara beint áfram í keppninni en Ísland er úr leik að þessu sinni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög