Landslið

A kvenna mætir Hvít-Rússum á þriðjudag

Leikið í Minsk - mikilvægur leikur í toppbaráttu riðilsins í undankeppni EM 2017

11.4.2016

A landslið kvenna mætir Hvít-Rússum í Minsk á þriðjudag, í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA - byrjunarliðum, textalýsingu, og tölfræði.  

Íslenska liðið er í harðri baráttu við Skota um efsta sæti riðilsins.  Skotar eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki og íslenska liðið er einnig með fullt hús stiga, en hefur aðeins leikið þrjá leiki.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu knattspyrnusambands Hvíta Rússlands og er tengillinn hér að neðan.

http://abff.by/index.php?option=com_content&view=article&id=57&Itemid=441&lang=ru

Textalýsing á vef UEFA

Riðillinn - staðan og leikirnir

Myndir og viðtöl má finna á Facebook-síðu KSÍMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög