Landslið
A landsliðs karla

Ingólfstorg verður EM-torg

KSÍ, Síminn, Landsbankinn, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar getraunir taka höndum saman við að búa stuðningsmönnum

20.4.2016

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa hafa staðfest samstarf við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir um viðburði á Ingólfstorgi á meðan á úrslitakeppni EM 2016 stendur í sumar. Um er að ræða einstakan viðburð í íslenskri íþróttasögu sem fær að njóta sín í hjarta höfuðborgarinnar. Ætlunin er að endurskapa stemninguna á knattspyrnuleikvöngunum í Frakklandi á Ingólfstorgi og færa líf í miðborgina.

Settur verður upp risaskjár á Ingólfstorgi þar sem allir leikir mótsins verða sýndir, gestum og gangandi að kostnaðarlausu. Þá verður sýnt frá stemningunni á Ingólfstorgi í öllum sjónvarpsútsendingum frá EM í knattspyrnu.

Aðstandendur EM-torgsins munu nú hefja undirbúning og hyggjast búa stuðningsmönnum íslenska liðsins flottan heimavöll í hjarta höfuðborgarinnar á Ingólfstorgi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög