Landslið

Miðasala á Ísland – Liechtenstein hefst mánudaginn 9. maí kl. 15:00

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, mánudaginn 6. júní kl. 19:15

6.5.2016

Eins og alþjóð veit leikur A landslið karla í úrslitakeppni EM 2016, sem fram fer í sumar.  Síðasti leikur liðsins áður en það heldur til Frakklands er vináttuleikur gegn Liechtenstein á Laugardalsvellinum þann 6. júní. 

Einnig gefst kostur á að kaupa miða í hólf (J, K og L) sem að öllu jöfnu eru ætlaðar stuðningsmönnum aðkomuliðs

Þetta er mikilvægur liður í lokaundirbúningi liðsins og kjörið tækifæri fyrir liðið og stuðningsmenn að kveðjast með viðeigandi hætti á heimavelli.  Tryggðu þér miða og taktu þátt í kveðjunni!

 

Miðasala á leikinn hefst kl. 15:00, mánudaginn 9. maí, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

U.þ.b. 6000 miðar fara á sölukerfi midi.is á mánudaginn.

Miðaverð

Svæði 1 (rautt svæði):  kr. 5.000

Svæði 2 (blátt svæði):  kr. 4.000

Svæði 3 (grænt svæði):  kr. 3.000

Mest er hægt að kaupa 4 miða í einu.

Börn 16 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði.


 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög