Landslið

Undankeppni HM 2018:  Leikið fyrir luktum dyrum í Úkraínu og Króatíu

Fyrstu tveir útileikir íslenska liðsins eru gegn Úkraínu og Króatíu

30.5.2016

Ljóst er að ekki verða margir áhorfendur á fyrstu útileikjum A landsliðs karla í undankeppni HM 2018 sem hefst í september næstkomandi.  FIFA hefur tilkynnt að fyrstu heimaleikir Úkraínu og Króatíu í keppninni verði leiknir fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í vináttuleikjum fyrr á árinu.

Fyrsti heimaleikur Úkraínu er 5. september gegn Íslandi.  Króatar þurfa reyndar að leika fyrstu tvo heimaleiki sína fyrir luktum dyrum, fyrst gegn Tyrklandi sama dag og Ísland leikur í Úkraínu, og svo aftur gegn Íslendingum 12. nóvember.  Í millitíðinni leikur íslenska liðið tvo heimaleiki - gegn Finnum og Tyrkjum.

Vefur FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög