Landslið

Allur 23 manna hópurinn kominn saman í Osló

Vináttulandsleikur við Norðmenn á Ullevaal á miðvikudag - beint á RÚV

30.5.2016

A landslið karla er saman komið í Osló, þar sem liðið mætir Norðmönnum á miðvikudag.  Allur 23 manna hópurinn sem valinn var fyrir úrslitakeppni EM í Frakklandi er þar með saman kominn, en 9 leikmenn æfðu á Íslandi í síðustu viku.  Æft var í dag, mánudag, á hinum fræga Bislett leikvangi í Osló, í sól og blíðu.  Á þriðjudag er æfing á Ullevaal, en þar fer einmitt leikurinn á miðvikudag fram og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

 til


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög