Landslið

Heimir Hallgrímsson: "Fínasta aðstaða sem við höfum"

Íslenska liðið æfði í hádeginu í dag

9.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var léttur í lundu í viðtölum við fjölmiðla í dag enda varla annað hægt þegar hann var kallaður Heimar í byrjun eins viðtals sem sjá má á YouTube-síðu KSÍ. Heimir segir undirbúning liðsins ganga vel og allt sé eins og best verður á kosið.

"Þó það væri eitthvað smávægilegt að einhverjum þá myndi það lagast með sálfræðinni. Ég held að enginn vilji missa að einu eða neinu það sem eftir er að þessari samveru hjá okkur," segir Heimir og segir þjálfara liðsins ánægða með alla aðstöðu.

"Ef þetta er rigningin sem þeir bjóða upp á í Frakklandi þá tökum við henni glaðir (það rigndi hressilega eftir æfingu í gær) en þetta er fínasta aðstaða sem við höfum."

Viðtalið í heild við Heimi og leikmenn íslenska liðsins má sjá á YouTube-síðu KSÍ. Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög