Landslið

EM 2016 - Ísland leikur við Ungverja í dag

Ungverjar eru á toppi riðsins eftir sigur á Austurríki

18.6.2016

Ísland leikur annan leik sinn á EM í dag þegar liðið mætir Ungverjum í Marseille. Það fór varla framhjá neinum að Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik mótsins þar sem Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands. Mótherjar Íslands í dag eru Ungverjar sem komu nokkuð á óvart með því að leggja Austurríki að velli í fyrsta leik sínum á mótinu.

Ungverjar unnu leikinn 2-0 og sitja því á toppi riðilsins með 3 stig en Ísland og Portúgal eru með 1 stig og Austurríki rekur lestina án stiga. 

Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og er hann sýndur beint á Sjónvarpi Símans.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög