Landslið

EM 2016 - Lokaleikur riðilsins á hinum glæsilega Stade de France

Leikvangurinn tekur 81.338 áhorfendur í sæti

20.6.2016

Lokaleikur Ísland í F-riðli gegn Austurrík verður leikinn á einum glæsilegasta leikvangi heims, það er Stade de France sem er staðsettur í St. Denis sem er við París. 

Leikvangurinn opnaði árið 1998 en það tók um þrjú ár að byggja þennan magnaða heimavöll franska landsliðsins.  Stade de France tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti sem gerir leikvanginn fimmta stærsta leikvang Evrópu. 

Stade de France var upprunalega byggður fyrir HM sem haldið var árið 1998 í Frakklandi en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu var leikinn á vellinum árin 2000 og 2006. Það er þó ekki einungis leikin knattspyrna á vellinum en völlurinn er einnig notaður fyrir tónleika og aðrar íþróttir eins og rúgbý.

Við hvetjum alla sem eru að mæta á leikinn að koma tímanlega til að komast í stúkuna. Það má búast við að öryggisleit og annað taki sinn tíma. „Ég er kominn heim” verður sungið um klukkustund fyrir leik með texta af risaskjá og það má engin missa af því!
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög