Landslið

EM 2016 - Athugið að Fan Zone í Saint-Denis er einungis opið frá 17:30 - 20:30 á leikdag

Fan Zone í París, við Eiffel-turninn er opið frá 15:00 - miðnættis

22.6.2016

Þeir sem eru að fara á Ísland - Austurríki og ætluðu á Fan Zone í Saint Denis ná ekki að gera það fyrir leikinn en Fan Zone er einungis opið frá klukkan 17:30-20:30 af öryggisástæðum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og löngu fyrir þann tíma þurfa stuðningsmenn Íslands að vera komnir í stúkuna á Stade de France. 

Hægt verður að horfa á leikinn á risatjaldi á Fan Zone í Saint Denis fyrir þá sem eru ekki með miða á leikinn. Fan Zone í París, sem staðsett er við Eiffel-turninn, er opið frá klukkan 15:00-miðnættis en talsverðan tíma getur tekið að fara frá Fan Zone við Eiffel-turninn yfir til Saint Denis. 

Mætum snemma á völlinn og syngjum með þegar „Ég er kominn heim” og þjóðsöngurinn verða sunginn á Stade de France.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög