Landslið

Ísland upp um fimm sæti á heimslista FIFA

Kvennalandsliðið er í 16. sæti listans

24.6.2016

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um fjög­ur sæti á heimslista FIFA sem gef­inn var út í morg­un og hækk­ar sig um fjög­ur sæti frá því list­inn var síðast gef­inn út. 

Sviss og Ísland eru þær tvær þjóðir sem taka stærstu stökk­in á list­an­um sem ann­ars breyt­ist mjög lítið frá því síðast. Ísland er komið í 16. sætið en var í 20. sæti og Sviss fer úr nítj­ánda sæt­inu í það fimmtánda.

Efstu liðin á heimslista FIFA:

1. Banda­rík­in

2. Þýska­land

3. Frakk­land

4. Eng­land

5. Ástr­al­ía

6. Svíþjóð

7. Jap­an

8. Bras­il­ía

9. Norður-Kórea

10. Kan­ada

11. Nor­eg­ur

12. Kína

13. Hol­land

14. Spánn

15. Sviss

16. ÍSLAND

17. Nýja-Sjá­land

18. Ítal­ía

19. Suður-Kórea

20. Dan­mörk


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög