Landslið

Evrópudeildin - KR vann, Valur og Blikar töpuðu

Liðin leika erlendis í næstu viku

1.7.2016

KR-ingar unnu Glenovan frá Norður Írlandi 2-1 á Alvogen-vellinum í gær. KR lenti undir í leiknum en Pálmi Rafn Pálmason og Hólmbert Friðjónsson skoruðu tvívegis fyrir KR sem tryggði sér mikilvægan 2-1 sigur.

Valur tapaði 4-1 gegn Bröndby frá Danmörku en Bröndby komst í 4-0 áður en Valur minnkaði muninn undir lok leiksins. Það var EInar Karl Ingvarsson sem skoraði mark Vals.

Blikar töpuðu 3-2 á heimavelli gegn Jelgava frá Lettlandi. Jelgava komst yfir í leiknum en Daniel Bamberg jafnaði metin fyrir Blika. Jelgava skoraði tvívegis eftir það en Breiðablik minnkaði muninn undir lokin en það var Oliver Sigurjónsson sem skoraði markið sem gæti reynst mikilvægt.

Liðin leika seinni leiki sína á útivelli í næstu viku.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög