Landslið

U17 kvenna - Ísland leikur við Danmörku í dag

Leikurinn er klukkan 13:00 í dag

1.7.2016

U17 ára lið kvenna leikur í riðlakeppni í Norðurlandamóti í dag en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst klukkan 13:00 en leikið er í Noregi.

Leikurinn verður sýndur beint á vefsíðunni sprintjeloy.no.

Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum og má sjá það hér að neðan:

Markmaður : Katrín Hanna Hauksdóttir

Hægri bakvörður: Elín Helga Ingadóttir

Vinstri bakvörður: Þórdís Elva Ágústsdóttir

Miðverðir: Guðný Árnadóttir og Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir

Miðja: María Björg Fjölnisdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir, fyrirliði

Hægri kantur: Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur: Bergdís Fanney Einarsdóttir

Framherji: Sveindís Jane Jónsdóttir

Riðill ÍslandsMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög