Landslið

EM 2016 - Seinasti fjölmiðlafundurinn í Annecy… í bili

Lars, Birkir Már og Jón Daði sátu fyrir svörum

1.7.2016

Seinasti fjölmiðlafundur Íslands í Annecy var haldin í morgun þar sem Lars Lagerbäck, Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson sátu fyrir svörum. Á fundinum var rætt um komandi stórleik við Frakka sem og um undirbúning liðsins og, já, eplasafa.

Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á að vita hvernig undirbúningi liðsins er háttað en flestir líta á Ísland sem litla liðið í leiknum. Strákarnir og Lars voru með svör reiðum höndum við öllu en undarlegasta spurning dagsins var um ágæti eplasafa sem Annecy gefur af sér - en Birkir Már sagðist ánægður með safann.

Sjón er sögu ríkari en það má sjá fundinn í heild sinni með því að smella hérna.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög