Landslið
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Öruggur sigur á Finnum

Íslensku stelpurnar höfnuðu í 5. sæti Norðurlandamótsins

7.7.2016

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á Finnum í dag með fjórum mörkum gegn engu.  Liðið tryggði sér þar með fimmta sætið á Norðurlandamótini sem leikið var í Noregi.  Okkar stelpur höfðu yfirhöndina allan leikinn og leiddu með einu marki í leikhléi.

Það var Sveindís Jane Jónsdóttir sem skoraði fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks.  Í þeim síðari bættu þær Hlín Eiríksdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir við mörkum og hefðu mörkin hæglega geta orðið fleiri.

Í heildina voru leikir íslenska liðsins mjög góðir í mótinu, sigrar gegn Dönum og Finnum, jafntefli gegn Frökkum og tap gegn heimastúlkum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög