Landslið

U17 karla - Tap gegn Svartfjallalandi

Ísland tapaði fyrsta leik sínum 0-1

3.8.2016

U17 ára landslið karla tapaði 0-1 í fyrsta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Næsti leikur Íslands er gegn Færeyjum á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 16:00. 

Mótið fer fram í Finnlandi og er Ísland í riðli með Svíum og Færeyingum, auk Svartfellinga. 

Byrjunarlið Íslands í leiknum:Patrik S Gunnarsson, Páll Hróar Helgason, Hjalti Sigurðsson, Ísak Óli Ólafsson, Lárus Björnsson, Birkir Heimisson, Viktor Örlygur Andrason, Ágúst Eðvald Hlynsson, Dagur Dan Þórhallsson, Jón Alfreð Sigurðsson, Unnar Steinn Ingvarsson.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög