Landslið

A karla - Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst vikuna 15. - 19. ágúst

Mótsmiðar verða í takmörkuðu upplagi

5.8.2016

Hægt verður að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla leiki í undankeppni HM sem leiknir eru á Íslandi.

Opnað verður fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni HM 2018 í vikunni 15.-19. ágúst.

Mótsmiðar

 • Opnað verður fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni HM 2018 í vikunni 15.-19. ágúst - eftir  bikarúrslitahelgi.
 • Mótsmiðahafi tryggir sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.   Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður.
 • Seldir verða rúmlega 300 miðar í hvert af þessum þremur svæðum, eða um 1000 miðar alls, sem er um 10% af sætaframboði vallarins.  Mest er hægt að kaupa fjóra mótsmiða á hverja kennitölu.
 • Sala mótsmiðanna fer fram á vefsíðunni midi.is og verða frekari upplýsingar veittar þegar nær dregur.
 • Þetta er í annað sinn sem KSÍ selur mótsmiða á leiki A landsliðs karla, en í fyrsta sinn sem það var gert var í undankeppni EM2016.   Í mótsmiðasölunni fyrir HM 2018 gildir fyrstur kemur, fyrstur fær og verður enginn forgangur fyrir þá keyptu mótsmiða í síðustu undankeppni.
 • Það er ekki hægt að kaupa barnamiða í mótsmiðum og er það sama fyrirkomulag og var í undankeppni EM 2016.

 

Almennir miðar

 • Verða seldir u.þ.b. mánuði fyrir viðkomandi leik og verður miðasalann auglýst á heimasíðu KSÍ með 2-3 daga fyrirvara.  Stefnt er að því að miðasalan fyrir leikina sem fram fara 6. og 9. október fari fram seinni partinn í vikunni 22-.26. ágúst – en í sömu viku mun einnig hefjast miðasala á undankeppni EM A kvenna.
 • Mest er hægt að kaupa fjóra miða á hverja kennitölu og ennfremur hafa miðaskilmálar verið endurskoðaðir m.a. með hliðsjón af miðaskilmálum UEFA fyrir EM2016.

 

Miðaverð – almennir miðar

 • Svæði I 7000 kr.
 • Svæði II 5000 kr.
 • Svæði III 3000 kr.

 

Mótsmiðar

 • Svæði I 35.000.- kr.
 • Svæði II 25.000 kr.
 • Svæði III 15.000 kr.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög