Landslið

U17 karla - Ísland leikur til úrslita í dag á opna Norðurlandamótinu

Leikurinn fer fram klukkan 16:00 í dag, þriðjudag

9.8.2016

U17 ára landslið karla leikur í dag úrslitaleikinn á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Mótherjar Íslands í leiknum eru Danir. 

Ísland vann sigra á Svíum og Færeyingum en tapaði gegn Svartfjallalandi í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 16:00.

Helstu atvik leiksins munu koma á Facebook-síðu KSÍ.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög