Landslið

Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst á miðvikudaginn

Mótsmiðasala hefst klukkan 12:00 á miðvikudag

15.8.2016

Líkt og fyrir síðustu undankeppni EM karla verður nú hægt að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. 

Sala mótsmiða fer fram á www.midi.is og hefst miðvikudaginn 17. ágúst kl. 12:00.

Eftir frábæran árangur í lokakeppni EM í sumar er áhugi á mótsmiðum mikill en framboð miða takmarkað. Einungis verða um 1000 miðar seldir í mótsmiðasölu sem er um 10% af sætaframboði vallarins.

Fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppninni verður á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október gegn Finnlandi. Aðrir heimaleikir Íslands í undankeppninni eru:

  • 9. október       Ísland-Tyrkland
  • 11. júní           Ísland-Króatía
  • 5. september   Ísland-Úkraína
  •  9. október       Ísland-Kosóvó

Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður. Ekki er hægt að velja sæti í kaupferlinu en mótsmiðahafi fær sama sæti úthlutað í öllum heimaleikjunum.  Þetta er m.a. gert til að tryggja hámarksnýtingu á vellinum og er það sama aðferð og UEFA notaði í úrslitakeppni EM. 

Seldir verða rúmlega 300 miðar í hvert af þessum þremur svæðum, eða um 1000 miðar alls, sem er um 10% af sætaframboði vallarins.  Mest er hægt að kaupa fjóra mótsmiða á hverja kennitölu.

  • Miðaverð – mótsmiðar
  • Svæði I 35.000.- kr. (Rautt svæði)
  • Svæði II 25.000 kr. (Blátt svæði)
  • Svæði III 15.000 kr. (Grænt svæði)

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög