Landslið

U19 kvenna - Naumt tap gegn Póllandi

Eina mark leiksins kom í byrjun seinni hálfleiks

26.8.2016

U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í byrjun seinni hálfleiks. 

Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og átti í fullu tré við pólska liðið. Íslenska liðið sótti nokkuð stíft í seinni hálfleik og hefði með smá heppni getað jafnað metin. Það tókst samt ekki og 0-1 tap niðurstaðan. 

Leikskýrsla 

Myndasafn frá leiknum má finna hér. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög