Landslið
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag

Miðasalan hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 2. september

2.9.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag, föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á barnaverð fyrir 16 ára og yngri sem er 50% af fullu miðaverði. Hægt er að velja barnaverð í kaupferlinu.

Áhugasamir eru hvattir til þess að vera tilbúnir um hádegið því búast má við að mikill áhugi verði fyrir þessum miðum.

Verð:

  • Rautt svæði - 7.000 krónur
  • Blátt svæði - 5.000 krónur
  • Grænt svæði - 3.000 krónur

Hólf á Laugardalsvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög