Landslið

U21 karla - Góður sigur á Norður Írlandi

Ísland mætir Frökkum á þriðjudaginn

2.9.2016

U21 landsliðið vann mikilvægan sigur á Norður Írum í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland er í keppni við Frakka um að vinna riðilinn en næsti leikur er einmitt gegn sterku liði Frakka. 

Mark Íslands í kvöld kom undir lok leiksins en það var Heiðar Ægisson sem skoraði þetta mikilvæga mark. Leikurinn einkenndist af baráttu og lágu Norður Írar neðarlega á vellinum og reyndu skyndisóknir. Það var stutt eftir af leiknum þegar Heiðar Ægisson fékk boltann í vítateignum og skoraði hann fallegt mark sem reyndist sigurmarkið. 

Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er á toppnum eftir leiki kvöldsins með 15 stig eins og Makedónía sem vann 1-0 sigur á Skotlandi, Frakkar töpuðu gegn Úkraínu og eru með 14 stig en Ísland á leik til góða á bæði Frakka og Makedóníu.

Ísland gæti tölfræðilega séð tryggt sér sæti í lokakeppni EM í Póllandi á þriðjudaginn en þá þyrfti Ísland að vinna Frakka og Norður Írland að vinna Makedóníu á útivelli. Ef það yrði úrslit þriðjudagsins þá væri Ísland búið að tryggja sér sæti í lokakeppninni þrátt fyrir að eiga tvo leiki eftir hjá Íslandi.

Viðtöl við Heiðar og Eyjólf má finna á Youtube-síðu KSÍ. 

Myndasafn úr leiknum má finna hérna.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög