Landslið

A karla - Kolbeinn ekki með gegn Úkraínu

Ekki verður kallaður annar leikmaður inn í hópinn

2.9.2016

Kolbeinn Sigþórsson er meiddur á hné og mun hann ekki leika með íslenska landsliðinu þegar það mætir Úkraínu nk. mánudag í Kænugarði. Kolbeinn hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið er við æfingar, en nú hefur verið àkveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum à mànudag.

Ákvörðunin er tekin í fullu samràði leikmannsins sjàlfan, þjàlfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray. 

Ekki verður kallaður annar leikmaður inn í hópinn í stað Kolbeins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög