Landslið

U19 karla - Sigur í fyrri leiknum gegn Wales

Liðin mætast aftur á þriðjudaginn

4.9.2016

U19 ára lið karla vann í dag 2-1 sigur á Wales en um var að ræða vináttuleik sem er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram í næsta mánuði. 

Máni Hilmarsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum en Sveinn Aron Guðjohnsen kom Íslandi svo í 2-0. Wales minnkaði muninn í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-1 sigur. 

Liðin mætast aftur á þriðjudaginn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög