Landslið

U21 karla - Nýir leikstaðir

Sigur í síðustu tveimur leikjunum kemur Íslandi í úrslitakeppnina

13.9.2016

Strákarnir í U21 landsliðinu munu leika síðustu tvo leiki sína í undankeppni fyrir EM 2017 í október.  Fyrri leikurinn, sem er á móti Skotum verður á Víkingsvelli miðvikudaginn 5. október kl. 15.30.  Síðari leikurinn er á móti Úkraínu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 11. október kl. 16.45.

Ísland er ennþá í góðri stöðu í riðlinum og getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2017 með sigri í síðustu tveimur leikjum sínum.  Það er því mikið undir og verður spennandi að fylgjast með þessum leikjum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög