Landslið

Íslenskir stuðningsmenn fá verðlaun fyrir EM

Fjölmargir Íslendingar fylgdu liði Íslands til Frakklands

15.9.2016

UEFA hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands, Írlands, Wales og Norður-Írlands fyrir góða frammistöðu á EM í sumar. Stuðningsmenn Íslands fóru mikinn í stúkunni á leikjum Íslands og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína. 

„Ísland, Norður-Írland og Írland fá verðlaun fyrir framúrskarandi framlag stuðningsmanna þeirra," sagði í tilkynningu frá UEFA. 

Stuðningsmenn Íslands vöktu mikla athygli í Frakklandi og „Víkingaklappið" er orðið heimsfrægt eftir mótið. Þá voru meðlimir Tólfunnar mjög öflugir á leikjum Íslands og þakkar KSÍ þeim og öllum sem hvöttu lið Íslands til dáða á EM í sumar kærlega fyrir magnaðan stuðning. 

Nefnd á vegum UEFA sá um valið.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög