Landslið

A-kvenna - Ísland mætir Slóveníu í kvöld

Fyllum Laugardalsvöllinn!

16.9.2016

Næst síðasti leikur Íslands í undankeppni EM kvennalandsliða verður í kvöld þegar tekið verður á móti liði Slóveníu á Laugardalsvelli. 

Lokaundirbúningur fyrir leikinn hefur gengið vel hjá stelpunum okkar en aðeins eitt stig vantar til að liðið tryggi sig inn á lokakeppnina sem verður í Hollandi næsta sumar. Veðurspáin fyrir kvöldið lítur ágætlega út en gert er ráð fyrir litlum vindi og þurru veðri á meðan á leik stendur. 

Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:45 og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar.

Hægt er að kaupa miða á leikinn á www.midi.is en einnig verður miðasala opin á Laugardalsvelli fram að leik.

Hægt er að kaupa miða á báða leikina sem framundan eru á sérstöku tvíhöfða tilboði á miða.isMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög