Landslið

A kvenna – Opin æfing í dag, sunnudag

Æfingin hefst kl. 15.30 og í lok hennar munu landsliðskonurnar veita áritanir

16.9.2016

Sunnudaginn 18. september nk. mun æfing A landsliðs kvenna verða opin fyrir almenning og geta ungir sem aldnir áhangendur liðsins komið á Laugardalsvöllinn og fylgst með æfingu. Æfingin hefst kl. 15.30 og í lok hennar munu landsliðskonurnar veita áritanir í anddyri Laugardalsvallar eða við völlinn, fer eftir veðri.

Plaköt verða á staðnum en einnig er í boði að koma með treyjur, boli eða annað sem fólk vill láta árita. Hvetjum við fólk til að nýta þetta tækifæri til að hitta næstu EM-fara.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög