Landslið

U19 kvenna - Ísland vann stórsigur á Kasakstan

Ísland mætir Finnum á þriðjudaginn

17.9.2016

U19 landslið kvenna vann stórsigur á Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en leikurinn endaði með 10-0 sigri Íslands. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir og Agla María Al­berts­dótt­ir skoruðu fjög­ur mörk hvor í dag og þær Selma Sól Magnús­dótt­ir og Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir gerðu sitt markið hvor fyrir Ísland. 

Ísland lagði Færeyjar 5-0 í fyrsta leik liðsins í undankeppninni og leikur við Finnland á þriðjudaginn. Finnland lagði Kasakstan 7-0 en leikur við Færeyjar í dag. 

Efsta liðið úr hverjum riðli kemst áfram í milliriðil og öll nema eitt af þeim liðum sem enda í öðru sæti komast einnig áfram. 

Úrslitakeppnin verður leikin í Norður-Írlandi næsta sumar.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög