Landslið

Pepsi-deildin - FH ÍSLANDSMEISTARI

Ekkert lið getur náð FH að stigum

19.9.2016

FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu en það varð ljóst eftir að Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í Pepsi-deildinni. 

FH er með 7 stiga forskot í Pepsi-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en ekkert lið getur náð FH að stigum og Hafnfirðingar verja því titilinn en þeir eru ríkjandi meistarar. Breiðablik og Fjölnir gátu elt FH-inga í toppbaráttunni en Fjölnir tapaði 3-2 gegn KR í gær og Blikar gerðu jafntefli í kvöld.

FH-ingar fá Íslandsmeistarabikarinn afhentan í seinustu umferð Íslandsmótsins á Kaplakrika.

Til hamingju FH!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög