Landslið

A kvenna – Ísland-Skotland í dag kl. 17:00

Páll Óskar treður upp fyrir leikinn

20.9.2016

Lokaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM verður í dag gegn Skotum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 17:00. Stelpurnar okkar hafa nú þegar tryggt sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar en í dag verður barist um efsta sætið í riðlinum þar sem Skotarnir geta ennþá stolið því sæti. 

Markmið dagsins er ekki síður að klára keppnina með fullt hús stiga og án þess að fá á sig mark sem verður að teljast mögnuð tölfræði. KSÍ blæs til mikillar gleðisprengju í aðdraganda leiksins þar sem hoppukastalar verða á svæðinu og enginn annar en Páll Óskar ætlar að mæta og mun hann skemmta viðstöddum frá 16.15-16.45. 

Mögnuð dagskrá:

15:45-16:30                         Hoppukastalar á Laugardalsvelli
15:45-16:45                         Andlitsmálun á Laugardalsvelli
16:15-16:45                         Páll Óskar kemur öllum í stuðgírinn
17:00                                     ÍSLAND – SKOTLAND
18:45-19:30                         Hyllum EM-farana á Laugardalsvelli


Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn í dag og taka þátt í gleðinni frá upphafi til enda. Miðasala verður opin á Laugardalsvelli frá kl. 12:00 en hægt er að losna við að standa í röðinni með því að fara inn á www.midi.is og kaupa sér miða á leikinn áður en mætt er á svæðið. 

Miðaverð er 2.500 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. 

ÁFRAM ÍSLANDMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög