Landslið
Tolfan

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands

Ef fleiri miðum verður skilað til KSÍ verða þeir seldir á leikdag í miðasölunni á Laugardalsvelli

5.10.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM sem fram fer sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli.  Um 1100 miðar fóru í sölu í gær en um var m.a. að ræða miða sem Tyrkir nýttu sér ekki.  Miðarnir seldust upp í gærkvöldi.

Ef fleiri miðum verður skilað til KSÍ verða þeir seldir á leikdag í miðasölunni á Laugardalsvelli og á það bæði við um Tyrkjaleikinn, sunnudaginn 9. október sem og á leikinn gegn Finnum sem fram fer fimmtudaginn 6. október.  Báðir leikirnir hefjast kl. 18:45.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög