Landslið
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag kl. 15:30

Leikið verður á Víkingsvelli

5.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Skotum í dag í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 15:30 á Víkingsvelli.  Með sigri stígur íslenska liðið stórt skref í áttina að úrslitakeppninni sem haldin verður í Póllandi á næsta ári.

Mikilvægi leiksins er því mikið og getur góður stuðningur skipt sköpum.  Miðasala fer fram hjá www.midi.is og einnig verður miðasala á Víkingsvelli frá kl. 14:30.

Mætum öll og hvetjum strákana til sigurs!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög