Landslið

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld - Byrjunarlið

Leikurinn hefst kl. 18:45 á Laugardal

9.10.2016

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að losna við örtröð en hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 17:30.

Ísland vann á fimmtudaginn 3-2 sigur á Finnum og er með 4 stig í riðlinum ásamt Króatíu. Einn leikmaður Íslands tekur út leikbann í kvöld en það er fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem hefur fengið tvö gul spjöld í undankeppninni.

Áfram Ísland!


Smelltu hérna til að skoða leikskrá fyrir leikinn.

Smelltu hérna til að skoða stöðuna í riðlinum.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög